ELKO
RetailKópavogur, Iceland51-200 Employees
ELKO er stærsta raftækjaverslun landsins. ELKO opnaði þann 28. febrúar árið 1998 og varð strax frá upphafi leiðandi á sínu sviði á Íslandi. Í dag rekur félagið alls fimm verslanir og má þar finna landsins mesta úrval af raftækjum. Áhersla er lögð á að bjóða úrval af þekktum vörumerkjum á sviði raftækja á lágu verði ásamt því að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og eftirkaupaþjónustu. ELKO er á fimm stöðum; Lindum, Granda, Skeifu, Akureyri og í brottfarar- og komusal á Keflavíkurflugvelli. Vefverslun okkar elko.is er einnig opin allan sólahringinn. Að auki er vörulager ELKO staðsettur á Bakkanum, Skarfagörðum.